60 milljónir til tónlistarskóla í Reykjavík

Smelltu á myndina til að stækka

Gert er ráð fyr­ir 60 millj­óna króna viðbótafram­lagi sam­kvæmt frum­varpi rík­is­stjórn­ar­inn­ar til fjár­auka­laga vegna upp­safnaðs rekstr­ar­vanda nokk­urra tón­list­ar­skóla í Reykja­vík. Fyrr í þess­um mánuði var samþykkt bók­un í borg­ar­ráði Reykja­vík­ur­borg­ar þess efn­is að borg­in væri reiðubú­in að leggja tón­list­ar­skól­um í Reykja­vík fram 90 millj­ón­ir króna gegn því að ríkið legði fram 60 millj­ón­ir króna. 30 millj­ón­ir að auki kæmu úr jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga.

„Málið má rekja til árs­ins 2009 þegar Reykja­vík­ur­borg boðaði mik­inn niður­skurð á fjár­veit­ing­um til tón­list­ar­náms. Til að koma til móts við ósk­ir sveit­ar­fé­lag­anna um fjár­stuðning til tón­listar­fræðslu gerðu ríkið og sveit­ar­fé­lög­in í kjöl­farið með sér sam­komu­lag um efl­ingu tón­list­ar­náms í maí 2011. Sam­kvæmt því veitti ríkið 480 m.kr. á árs­grund­velli sem styrk á móti kennslu­kostnaði í hljóðfæra­námi á fram­halds­stigi og söngnáms á mið- og fram­halds­stigi. Á móti skuld­bundu sveit­ar­fé­lög­in sig til að taka yfir ný verk­efni frá rík­inu að jafn­v­irði 230 m.kr. á ári,“ seg­ir í frum­varp­inu.

Fljót­lega eft­ir að sam­komu­lagið hafi hins veg­ar verið gert hafi komið í ljós að kennslu­kostnaður nokkura tón­list­ar­skóla var orðinn hærri en ráð hafði verið fyr­ir gert. Það hafi mátt rekja til þess að fleiri nem­end­ur höfðu verið tekn­ir inn í skól­ana, lengri starfs­tíma þeirra og meiri launa­hækk­un­um en reiknað hefði verið með. Til að mæta þess­um vanda hafi ríkið fall­ist á að veita tíma­bundið 40 millj­óna króna fram­lag í fjár­auka­lög­um 2012. Þetta fram­lag hafi verið veitt áfram og nemi ár­leg­ur styrk­ur í fjár­lög­um sam­tals 520 millj­ón­um króna.

„Sam­komu­lagið um efl­ingu tón­list­ar­náms var upp­haf­lega gert til tveggja ára en hef­ur verið fram­lengt tvisvar sinn­um með viðauka og rann síðasti viðauki út í árs­lok 2014. Nýtt sam­komu­lag hef­ur ekki verið gert,“ seg­ir enn­frem­ur. Áréttað er að tíma­bundna sam­komu­lagið frá 2011 hafi ekki falið í sér til­færslu verk­efna frá sveit­ar­fé­lög­um til rík­is­ins með þeim hætti að ríkið bæri ábyrgð á mála­flokkn­um held­ur hafi ein­ung­is verið um að ræða fjár­stuðning rík­is­ins við lögákveðið verk­efni sveit­ar­fé­lag­anna í sam­ræmi við lög um fjár­hags­leg­an stuðning við tón­list­ar­skóla

„Viðun­andi fjár­mögn­un tón­list­ar­náms er því al­farið á ábyrgð sveit­ar­fé­laga. Skil­yrði fyr­ir fram­lag­inu er að það renni ein­göngu til þeirra skóla sem hafa safnað skuld­um vegna þjón­ustu­stigs um­fram ramma Jöfn­un­ar­sjóðs sveit­ar­fé­laga.“