Orlofsheimili

Orlofshús FÍH:

Úthlíð: Hægt er að sækja um dvöl í Úthlíð árið um kring.  Kjarrhús, Guðjónsgötu 11, í Úthlíð var keypt árið 2006. Bústaðurinn er á kjarri vöxnu landi og mjög vel búinn öllum nútímaþægindum ásamt heimum potti, gufubaði og grilli. Í bústaðnum eru 3 svefnherbergi með svefnplássi fyrir 6 manns, barnarúm og barnastóll.

Súðavík: Einnig er hægt að sækja um húsið við Túngötu 14 á Súðavík á sumrin og út október. Húsið er 150 m² fullbúið einbýlishús með bílskúr og í því  eru 4 svefnherbergi með svefnplássi fyrir 8 manns, barnarúm og barnastóll. Í húsinu er þvottavél, þurrkari og uppþvottavél ásamt  grilli. Stutt er í veiði og skemmtilegar skoðunarferðir. Hægt er að leigja sængurfatnað og handklæði hjá umsjónarmanni ef fólk vill.

Útleiga fer fram gegnum skrifstofu félagsins og er einungis leigt út í viku í senn frá föstudegi til föstudags, frá og með 1. júní til 1. september. Á öðrum tíma er hægt að dvelja í  Úthlið í skemmri tíma.

Fullgildir skuldlausir félagar ganga fyrir við úthlutun orlofshúsa.

Vetrardvöl í Úthlíð:

Opið er fyrir umsóknir fyrir veturinn 2023 – 2024. Bendum á að umsóknir um dvöl í húsunum um jól, áramót, páska og sumarmánuðina fara fyrir Orlofsheimilanefnd FÍH.

 Umsóknir skulu berast skriflega á umsóknareyðublaðinu hér fyrir neðan:

Hér er umsóknareyðublað fyrir Úthlíð og Súðavík

Myndir úr Úthlíð:

Myndir af Bjarnabúð, Súðavík.