Vel heppnuð FIM ráðstefna

7.-9. júní sl. var FÍH gestgjafi 21. alþjóðaþings FIM. Á þinginu, sem haldið er á fjögurra ára fresti, koma saman öll helstu fagfélög hljómlistarmanna og ræða þau hagsmunamál sem brenna á hverju sinni. Almenn ánægja var með framkvæmd og útkomu þingsins eins og sjá má á þessum skrifum á heimasíðu FIM:

 

https://www.fim-musicians.org/21st-fim-congress/?utm_source=FIM+News+%28EN%29&utm_campaign=474ae2e0f2-RSS_EMAIL_CAMPAIGN&utm_medium=email&utm_term=0_c7643b1e81-474ae2e0f2-326062893

 

Gestirnir voru sérstaklega hrifnir af þeim tónlistarflutningi sem boðið var upp af hálfu FÍH, á en óhætt er að segja að þar hafi farið þverskurður af því besta sem við eigum. Þetta voru listamennirnir og listhóparnir: Skuggamyndir frá Byzans ásamt Ragnheiði Gröndal, Kvartett Einars Scheving, stórsveit, sem sett var saman og stjórnað af þeim Róberti Þórhallssyni og Jóhanni Hjörleifssyni og skartaði söngvurunum Margréti Eir og Friðriki Ómari og svo Sinfóníuhljómsveit Íslands. Öllum fannst gestunum einstök upplifun að þinga og njóta tónlistarinnar í hinu eina sanna húsi tónlistarinnar: Hörpu.

Benoit Machuel framkvæmdastjóri FIMFIM ráðstefnan