Listaklíník Reykjavíkur

“FÍH og Listaklíník Reykjavíkur, nýstofnaður hópur heilbrigðisstarfsfólks sem sérhæfir sig í þjónustu og meðhöndlun listafólks, hafa hafið samstarf með það að leiðarljósi að bjóða upp á heilbrigðisþjónustu fyrir félagsmenn FÍH. 

 

Listaklíník Reykjavíkur er staðsett í húsakynnum Gáska sjúkraþjálfunar í Bolholti 8 og er móttakan í höndum Kára Árnasonar sjúkraþjálfara. Tímapantanir eru í síma 568-9009 og eru félagsmenn FÍH minntir á rétt á endurgreiðslu vegna sjúkraþjálfunarmeðferðar frá BHM.

 

Nánari upplýsingar um Listaklíník Reykjavíkur og meðlimi hópsins má finna á facebook síðunni https://www.facebook.com/listaklinikreykjavikur/