Tímabundnar endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist
Þau ánægjulegu tíðindi voru að berast frá Alþingi Íslendinga að frumvarp um Tímabundnar endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist varð nú fyrir hádegi að lögum sem taka gildi 1. janúar 2017.
Frumvarpið má lesa hér:
http://www.althingi.is/altext/145/s/1621.html
Í stuttu máli má segja að þessi lög tryggi útgefendum tónlistar endurgreiðslu 25% hljóðritunarkostnaðar sem fellur til við hljóðritagerð sem falli undir ákvæði laganna – sem eru víðtæk. Ekkert mat mun eiga sér stað á verkefninu heldur er verkefni einfaldlega gjaldgengt til endurgreiðslunnar ef það uppfyllir skilyrðin. Það er bæði ánægjulegt en einnig dálítið óvænt að þetta mál hafi náð í gegn.
Þá var einnig samþykkt í morgun frumvarp til laga um breytingar á höfundalögum sem varða eintakagerð til einkanota. Ekki síður mikill áfangi.
http://www.althingi.is/altext/145/s/1667.html
Þessi breyting tryggir að gjaldstofn svokallaðra IHM gjalda (kassettugjaldið – blank tape levy) er loksins víkkaður verulega og mun þetta hafa gríðarleg áhrif á tekjur IHM sem svo dreifast til rétthafa.
Góður dagur fyrir okkur tónlistarfólk og ber að fagna og þakka þessa áfanga í baráttu okkar fyrir betri kjörum og réttindum.