Dagur íslenskrar tónlistar 1. desember

 

Kæru félagsmenn

Dagur íslenskrar tónlistar verður haldinn hátíðlegur næstkomandi fimmtudag, 1. desember. Bryddað hefur verið upp á nýstárlegum leik á samfélagsmiðlunum, sem gengur út á að deila íslenskum lögum þennan dag og merkja/tagga erlenda vini. Þannig hjálpast landsmenn að, við að dreifa íslenskri tónlist sem víðast. Að venju mun þjóðin svo syngja saman þrjú lög klukkan 11:15 og eru útvarpsstöðvar hvattar til að leika sem mest af íslenskri tónlist allan daginn.

 

Tökum endilega þátt í þessu átaki – deilum lögum og merkjum vini.

 

Sjá facebook síðu dags íslenskrar tónlistar  https://www.facebook.com/syngjumsaman/?notif_t=page_fan&notif_id=1480321458956474

 

Meðfylgjandi er fréttatilkynning, þar sem þessu er öllu lýst nánar. Hafið endilega samband ef þið viljið fá nánari upplýsingar.

 

Allra bestu kveðjur

 

 

Margrét Kristín Sigurðardóttir
Verkefnisstjóri dags íslenskrar tónlistar
8613112

frettatilkynning-dit-2016