Vetrarþing FÍH 21. janúar

  Vetrarþing FÍH

Þann 21. janúar næstkomandi mun kennaradeild FÍH standa fyrir vetrarþingi í sal FÍH í Rauðagerði 27. FÍH vill með þinginu stuðla að faglegri umræðu um tónlistarkennslu og bjóða kennurum að taka þátt í dagskrá sem tekur á mikilvægum málefnum sem snúa að tónlistarmenntun. Vetrarþingið getur jafnframt nýst sem hluti af símenntunaráætlun tónlistarskólanna. Á þinginu nú í janúar verður boðið upp á fyrirlestra og opnar umræður í tengslum við þá. Jafnframt fer fram kynning á nýjum Menntaskóla í tónlist og nýjum möguleikum í tónlistarnámi. Jafnframt verða kynntar endurskoðaðar reglur starfsmenntunarsjóðs tónlistarkennara. Við bjóðum alla kennara og tónlistarmenn velkomna að taka þátt í þinginu.

Dagskrá

10:00 Heilsuefling í tónlistarkennslu

Kári Árnason, sjúkraþjálfari flytur fyrirlestur um heilsueflingu í tónlistarkennslu.

11:00 Kaffihlé

11.15   Kynning á nýjum Menntaskóla í tónlist

Freyja Gunnlaugsdóttir kynnir nýjar leiðir í tónlistarnámi við Menntaskóla í Tónlist.

12:00 Hádegismatur að hætti hússins

12:45 Heyrn og tónlistarkennsla

Dr. Einar Einarsson heyrnarfræðingur flytur fyrirlestur um heyrn.

„Heyrnin og  mikilvægi reglulegs eftirlits með heyrn tónlistarkennara og nemenda”

 

13:45 kynning á nýjum reglum starfsmenntunarsjóðs FÍH

 

14:00 Þinglok

 

Fyrirlestrarnir eru öllum opnir og vonumst við til að sjá sem flesta kennara og tónlistarmenn. Reiknað er með opnum umræðum um viðfangsefnið í lok hvers fyrirlestrar. Þingið er þátttakendum að kostnaðarlausu sem og hádegisverður. Vinsamlega skráið ykkur hjá FÍH í síma 5888255 eða sendið póst á netfangið fih@fih.is fyrir 18. janúar.

 

Með kærri kveðju

 

Freyja Gunnlaugsdóttir