Kosningar á aðalfundi FÍH

Ágæti félagsmaður

Aðalfundur Félags íslenskra hljómlistarmanna verður haldinn í Rauðagerði 27  þriðjudaginn þann 22.maí nk. kl.18:00

Á fundinum lætur Björn Th. Árnason af störfum eftir liðlega 30 ára formannssetu og Kári Allansson meðstjórnandi gefur ekki kost á sér til endurkjörs.  Félaginu hafa borist tvö framboð til formanns og eru það Gunnar Hrafnsson nv.varaformaður FÍH og Róbert Þórhallsson gjaldkeri.  Á aðalfundi munu þeir kynna sig en við látum  fylgja með þessum pósti áhersluatriði þeirra og fyrir hvað þeir standa sem við hvetjum ykkur til að lesa.  Þá mun verða kosið um tvö laus sæti í stjórn en þrjú framboð hafa borist og eru það eftirfarandi einstaklingar:

Greta Salóme Stefánsdóttir,  Jóhann Hjörleifsson og Ólafur Jónsson en þau munu kynna sig á fundinum sérstaklega.

Í lögum félagsins segir eftirfarandi:

  1. b) Aðalfundur er lögmætur ef rétt er til hans boðað. Atkvæðisrétt á aðalfundi og félagsfundum    hafa fullgildir félagsmenn sem eru skuldlausir við félagið. Allar kosningar eru bindandi og fari fram skriflega ef fleiri en einn eru í kjöri. Falli atkvæði jafnt skal kosið að nýju og fáist þá eigi úrslit ræður hlutkesti. Einfaldur meirihluti atkvæða ræður úrslitum nema annað sé tekið fram í lögunum.

Stjórn félagsins hvetur félagsmenn til að fjölmenna á fundinn sem hefst kl.18:00 stundvíslega.

Boðið verður upp á veitingar í hléi.

Með kveðju

Stjórn FÍH

___________________________________________________________________

Ávarp Gunnars Hrafnssonar

Ávarp Róberts Þórhallssonar