Nýttu rétt þinn !

Nýttu rétt þinn!

 

Við vekjum athygli á að fullgildir félagsmenn FÍH hafa ýmsan rétt sem um er að gera að nýta:

 

Menningarsjóður FÍH

Allir geta sótt í Menningarsjóð FÍH um styrki til góðra verka í tónlist, útgáfu, tónleikahalds og margs annars sem er tónlistartengt

 

Starfsmenntunarsjóður FÍH

Kennarar og organistar eiga rétt til að sækja í Starfsmenntunarsjóð um styrki til frekari menntunar. Um gæti verið að ræða einkatíma eða námskeið hér- eða erlendis eða kennaraferðir. Einnig eru veittir styrkir til námsgagnagerðar

 

Orlofshús FÍH

Auk aðgangs að orlofshúsum BHM þá rekur FÍH tvö orlofshús fyrir félagsmenn, á Ökrum í Borgarfirði og í Úthlíð í Biskupstungum.

 

 

Í gegnum aðild FÍH er eftirfarandi í boði hjá BHM:

 

Styrktarsjóður

Félagsmenn FÍH, sem greiða í Styrktarsjóð BHM, eiga rétt á styrkjum varðandi

 

  • Líkamsrækt
  • Meðferð á sál og líkama
  • Krabbameinsleit
  • Gleraugu og augnaðgerðir
  • Heyrnartæki
  • Tannviðgerðir
  • Áhættumat hjá Hjartavernd
  • Fæðingastyrk
  • Ættleiðingastyrk
  • Glasafrjóvgun
  • Sjúkradagpeninga
  • Endurhæfingu á heilsustofnun
  • Vímuefnameðferð
  • Dánarbætur
  • Starfstengd áföll eða óvænt starfslok
  • Ferðastyrk
  • Annan heilbrigðiskostnað

 

Orlofssjóður

BHM rekur fjölda orlofshús hér og erlendis sem félagsmenn geta sótt um

 

Við hvetjum ykkur til að fara inn á heimasíður FÍH og BHM til að skoða hvaða stuðningi þið eigið rétt á!

 

Bestu kveðjur, FÍH