Íslensku tónlistar – verðlaunin 2018
Fjölbreytni og fagmennska var í fyrirrúmi á glæsilegri verðlaunahátíð tónlistargeirans þegar íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í Silfurbergi Hörpu í kvöld. Það má með sanni segja að bjartar vonir síðustu ára séu tilbúnar að stimpla sig inn og gott betur því á sviði stóð ný kynslóð verðlaunahafa á íslensku tónlistarverðlaununum sem átti stóran þátt í að setja sinn svip á kvöldið og gera það eftirminnilegt. Undanfarið hefur mikið verið rætt um að kynslóðarskipti séu að eiga sér stað í íslensku tónlistarlífi og ekki verður undan því hlaupið að leiða hugann að því þegar litið er til verðlaunahafa kvöldsins.
http://iston.is/2019/03/14/islensku-tonlistarverdlaunin-veitt-i-horpu-2/