Dagur íslenskrar tónlistar er í dag

 

Í tilefni af Degi íslenskrar tónlistar í dag 5. desember, ætlum við að taka höndum saman, vekja athygli á og upphefja íslenska tónlist á Instagram – með sérstökum leik sem vinnur með nýjan lagabanka forritsins.

 

Það er mikilvægt að leikurinn fari vel af stað og við erum sannfærð um að það takist, sérstaklega með þátttöku tónlistarfólks – sem verður okkur öllum til hagsbóta. 

 

Kynntu þér leiðbeiningarnar hér að neðan og deildu íslenskri tónlist eins og vindurinn og hvettu vini þína til að taka þátt! 

 

https://www.tonlistinn.is/icelandmusicday

 

Pælingin er að hvetja landsmenn til að taka þátt í leiknum en með því eru þau að sýna stuðning í verki. Þar að auki komast þau í pott og eiga möguleika á að vinna nýjan iPhone 11.

 

Einnig er hægt að nálgast leiðbeiningar á Instagram síðunni okkar: www.instagram.com/icelandmusicday

 

Þar að auki verður deginum fagnað í Iðnó þar sem allir eru velkomnir. Húsið opnar kl. 11:20 og dagskráin hefst stundvíslega kl. 11:30 þar sem 3 sérvalin lög verða flutt ásamt því að veitt verða sérstök heiðurs- og hvatningarverðlaun fyrir mikilvægt og þýðingamikið framlag til íslenskrar tónlistar.

 

https://www.facebook.com/events/1211979365652040/

 

 

Kær kveðja

Félag íslenskra hljómlistarmanna