Verktakasamningur eyðublað

Kæru félagsmenn,

 

Mál vegna ógreiddra launa tónlistarmanna koma ósjaldan inn á borð félagsins til úrlausnar. Við bjóðum félagsmönnum lögfræðiaðstoð í slíkum tilvikum en of oft er enginn samningur til grundvallar þegar sækja á málið og krafan tapast gjarnan í slíkum tilvikum.

Talað hefur verið um að þörf væri á verktakasamningsformi, sniðnu að þörfum okkar. Nú höfum við útbúið slíkt samningsform og  það er að finna á heimasíðu félagsin „fih.is“ undir flipanum „Kjaramál og taxtar“ og undir heitinu „Verktakasamningur eyðublað“. Nokkrir öflugir félagsmenn lögðu sitt af mörkum við að samningurinn endurspeglaði þarfir tónlistarmanna og er þeim sérstaklega þakkað.

Verktakasamningur hljóðfæraleikur söngur

Aftur minnum við á að gildur samningur milli aðila er grundvöllur þess að báðir tryggi sín réttindi!

 

Starfsfólk FÍH