Afgreiðslu FÍH verður lokað frá 24. mars
Kæru félagsmenn,
að hugsuðu máli höfum við tekið ákvörðun um að loka afgreiðslu félagsins í Rauðagerði 27 frá og með morgundeginum 24. mars í ótilgreindan tíma.
Þetta er í samræmi við það sem víðast er verið að gera vegna Covid-19 faraldursins þar sem það er hægt, til að lágmarka hættu á smiti milli manna.
Við munum svo endurskoða lokunina í samræmi við upplýsingar og fyrirmæli heilbrigðisyfirvalda.
Skrifstofan starfar eftir sem áður á fullu við að gæta hagsmuna félagsmanna, símtölum er svarað og samskiptin færast enn frekar í netviðmót.
Við hvetjum ykkur til að hafa eftir sem áður samband með hvaðeina sem ykkur liggur á hjarta, síminn er 5888255 og netfangið fih@fih.is.
Bestu kveðjur,
Starfsfólk FÍH.