FÍH vegna tónlistarkennara

Ágætu FÍH tónlistarkennarar,

 

við hjá FÍH fylgjumst grannt með því sem yfirvöld setja fram um viðbrögð við Covid19 faraldrinum. Vert er þó að minna á að þetta snýr ekki beint að stéttarfélögum heldur Ríki og sveitarfélögum og síðan í framhaldi skólayfirvöldum hvernig haldið er á málum.

 Á laugardaginn settu Samtök sveitafélaganna á höfuðborgarsvæðinu fram leiðbeiningar til skólastjórna um hvernig standa eigi að rekstri tónlistarskólanna, í sem stystu máli kemur þar fram að tónlistarskólar verða áfram opnir fyrir einkakennslu en allir hóptímar  skulu aflagðir, nema þar sem hægt er að sinna þeim í fjarnámi.

 Samkvæmt ákvörðun heilbrigðismálaráðuneytisins loka háskólar og framhaldsskólar alfarið sínum húsnæðum en beina kennslu í fjarnám eftir því sem við verður komið.

 Að sjálfsögðu geta ákvarðanir og viðbrögð breyst eftir því hvernig baráttan við veikina þróast en brýnt er að fara eftir leiðbeiningum yfirvalda, við þurfum að taka þennan slag saman!

 Bestu kveðjur,

 

Gunnar Hrafnsson

Formaður FÍH