Íslensku tónlistar – verðlaunin 2020

 

Í dag verða Íslensku tónlistarverðlaunin veitt í Hörpu og verða verðlaunin sýnd í beinni útsendingu á RÚV2 og RÚV og hefst útsending kl. 18.30 á RÚV2.

Í ljósi aðstæðna eru gestir í sal beðnir að gæta ýtrustu varkárni og að fylgja þeim mikilvægu tilmælum sem hér fara á eftir:

– Vinsamlegast farið í einu og öllu eftir tilmælum sóttvarnarlæknis. Engin faðmlög né handabönd og viðhaldið góðri handhreinsun með handþvotti og sótthreinsun. Þetta á sérstaklega við afhendingu og viðtöku verðlauna.

– Hafir þú verið á ferðalagi um hættusvæði eða finnur fyrir flensulíkum einkennum eða slappleika þá biðjum við þig vinsamlega að vera frekar heima.

– Fólk með alvarlega langvinna sjúkdóma ættu mögulega að forðast margmenni.

Annars hlökkum við til að eiga skemmtilega og notalega kvöldstund með ykkur öllum, hvort sem þið eruð gestir í sal eða horfið heima, og við minnum alla á fyrst og fremst að skemmta sér.