Verktakar geta átt rétt á atvinnuleysisbótum
Ágætu verktakar í röðum FÍH,
nú ber töluvert á því að aflýst eða frestað sé allskonar tónlistarviðburðum vegna Covid19 veirunnar og mörg okkar eru að fá fjárhagslegan skell, sem vonandi leiðréttist síðar.
FÍH bendir á að verktakar geta átt rétt á atvinnuleysisbótum. Samkvæmt Ríkisskattstjóra á sá réttur við um eftirfarandi:
Verktaka sem hafa verið skráðir eru í launagreiðendaskrá RSK lengur en í eitt ár og greiða af launum sem nema amk. 135.750 á mánuði (25% af Flokki C6, viðmiðunarlaun 543.000). Viðkomandi verður að vera í skilum með tryggingargjald.
Verktaka sem hafa verið skráðir eru í launagreiðendaskrá RSK skemur en í eitt ár og greiða af launum sem nema amk.121.000 á mánuði (25% af Flokki C9, viðmiðunarlaun 484.000). Viðkomandi verður vera í skilum með tryggingargjald.
Þeir sem gert hafa samning við RSK um greiðslu eða greiða tryggingagjald eftirá þurfa að skila inn staðfestingu frá skattayfirvöldum
Ef viðkomandi er með rekstur á eigin kennitölu þarf viðkomandi að skila yfirliti um staðgreiðslu og tryggingagjalds síðustu 3 ár á undan. Gæta þarf þess að loka launagreiðendaskrá með útfyllingu “Verktakayfirlýsingar” (eyðublað 504) sem finna má á undir “Eyðublöð á heimasíðu Vinnumálastofnunar.
Þeir sem eru með rekstur sinn í einkahlutafélagsformi fylla sjálfir út vottorðið “Staðfesting á starfstímabili” sem finna má undir “Eyðublöð” á heimasíðu Vinnumálastofnunar
Hér er hlekkurinn á vef Vinnumálastofnunar:
https://www.vinnumalastofnun.is/umsoknir/atvinnuleysisbaetur
Bestu kveðjur,
Starfsfólk FÍH