FÍH – nýir samningar við SÍ undirritaðir

 

FÍH hefur nú undirritað nýja kjarasamninga við Sinfóníuhljómsveit Ísland, annarsvegar  f.h. lausavinnufólks og hinsvegar fyrir einsöngvara og einleikara. Samningarnir eru á heimasíðu FÍH undir flipanum „KJARAMÁL OG TAXTAR“.

 

Efnisatriði lausavinnusamningsins fylgja í mestu kjarasamningi fastráðinna við SÍ. Hvað einsöngvara/einleikarasamninginn varðar þá er samkomulag í honum um að jafna upp í áföngum hversu hann hefur dregist hlutfallslega aftur úr öðrum launahækkunum hjá SÍ, næsta haust ætti samningurinn að vera á pari!

Á myndinni eru f.v. Hallveig Rúnarsdóttir, formaður FÍT-klassískrar deildar FÍH, Gunnar Hrafnsson formaður FÍH og Lára Sóley framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands.