Sverrir Garðarsson er látinn

Sverrir Garðarsson er látinn

Sverrir Garðarsson, formaður FíH á árunum 1968-1987 er fallinn frá. Sverrir var alla tíð ötull og ódeigur baráttumaður fyrir hagsmunum tónlistarmanna og lagði mikið af mörkum til uppbyggingar félagsins. Eitt af hans stóru afrekum var til dæmis að stofna Tónlistarskóla FÍH,  en sú framsýni átti eftir að valda byltingu í uppbyggingu íslensks tónlistarlífs. Við þökkum Sverri hans frábæru störf og umhyggju fyrir velferð FÍH og sendum ættingum hans og vinum hugheilar samúðarkveðjur.

Stjórn og starfsfólk FÍH