Myndir úr 90 ára afmæli félagsins

Við þökkum þeim fjölmörgu sem sóttu afmælisboð félagsins á föstudaginn 25. mars. 

Fjöldi frábærra listamanna komu fram og góður rómur var gerður að veitingunum frá NOMY. 

Heiðursgesturinn, Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra, lék á alls oddi og í verkum hennar og tali má finna þann hlýhug 

og samstöðu sem hún hefur sýnt tónlistarfólki, nú síðast er hún kynnti væntanlega stofnun Tónlistarmiðstöðvar. 

 

Við minnum á samfélagsmiðla FÍH og lyklakippuna sem þið eigið öll að fá.

Myndir frá viðburðinum má finna á facebooksíðu félagsins.

 

Til hamingju með afmælið FÍH fólk!

Ljósmyndari var Mummi Lú. Hér koma nokkrar myndir úr veislunni: