YFIRLÝSING

Í fjölmiðlum hefur nýverið komið fram að Sinfóníuhljómsveit Íslands (SÍ) og Félag íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) takist nú á um lögmæti brottreksturs eins af starfsmönnum hljómsveitarinnar. Ég tel ekki rétt á þessu stigi að fara út í smáatriði málsins en get staðfest að FÍH telur uppsögnina ólöglega og ekki studda neinum haldbærum rökum. Þar sem stjórn og framkvæmdastjóri SÍ halda fast við ákvörðun um brottrekstur, þrátt fyrir alvarlega vankanta á málsmeðferðinni, sér FÍH ekki annan kost en að sækja málið fyrir dómstólum. Í málinu verður að okkar mati tekist á um hvort megin réttarreglur er varða starfsöryggi launþega séu fallnar úr gildi gagnvart vinnuveitendum.

Gunnar Hrafnsson, formaður FÍH