Opið er fyrir umsóknir um sumardvöl í orlofshúsum FÍH
Opið er fyrir umsóknir um sumardvöl í orlofshúsum FÍH. Umsóknarfrestur er til miðnættis 26.mars 2023. Orlofshúsin eru: Kjarrhús í Úthlíð, Bjarnabúð í Súðavík og Norðurgata á Akureyri. Um er að ræða vikudvöl frá föstudegi til föstudags í júní, júlí og ágúst. Orlofsheimilanefnd mun síðan úthluta í framhaldinu.