Tónlistarviðburðir á Listahátíð í Reykjavík 2024

Tónlistarviðburðir á Listahátíð í Reykjavík 2024

Hér er hlekkur á dagskrá:  https://www.listahatid.is/vidburdir

Þar á að vera auðvelt að smella á síuna „Tónlist” til að sjá alla tónlistarviðburði hátíðarinnar bæði á aðaldagskrá og í Klúbbi Listahátíðar í Iðnó. Annars er hér yfirlit yfir tónlistarviðburði á hátíðinni í ár.

 

Popptónlist:

Hinn fjölhæfi og einlægi tónlistarmaður, Jacob Collier, mun loka Listahátíð í ár með stórtónleikum í Eldborg. Ótrúleg tónleikaupplifun sem enginn má missa af! – https://www.listahatid.is/vidburdir/jacob-collier

 

Jack Magnet Science með Jakob Frímann í fararbroddi frumflytur splunkunýjan framtíðarspádóm tónlistarinnar, Future Forecast. Þetta verður sannkölluð hljóðræn og myndræn veisla fyrir skilningarvitin. – https://www.listahatid.is/vidburdir/future-forecast

 

Ein eftirtektarverðasta þjóðlagasveit Austur-Evrópu, Dagadana, kafar ofan í pólska og úkraínska menningu og vefur slavneska þjóðlagatónlist saman við allar mögulegar tónlistarstefnur. – https://www.listahatid.is/vidburdir/dagadana

 

Samtímatónlist:

Heimsfrumflutningur á nýju verki eftir Önnu Þorvaldsdóttur, Metaxis, á opnunarhátíð Listahátíðar. Harpa sjálf leikur burðarhlutverk þar sem verkið er flutt víðsvegar um húsið af ólíkum hópum hljóðfæraleikara. – https://www.listahatid.is/vidburdir/metaxis

 

Íslandsfrumflutningur á verki John Cage frá 1979. Í Niður sameinast hópur lista- og fræðimanna við að umbreyta bókinni Ljósagangur, eftir Dag Hjartarsonar, í tilraunakennda tónleika og innsetningu. – https://www.listahatid.is/vidburdir/nidur

 

Hrífandi sveigur sjö nýrra sönglaga eftir Þuríði Jónsdóttur fyrir tenórinn Benedikt Kristjánsson  og Ensemble Adapter – Raddir úr blámanum. – https://www.listahatid.is/vidburdir/raddir-ur-blamanum

 

Cauda Collective flytur fimm tón­verk eftir meðlimi listhópsins Errata á tónleikunum Endurfundum. Cauda Collective er hópur skapandi tónlistarflytjenda sem horfa út fyrir rammann í flutningi sínum og leggur áherslu á að vinna náið með tónskáldum að nýjum verkum. – https://www.listahatid.is/vidburdir/endurfundir

 

Materize er ilraunakennt dans- og tónverk eftir eftirtektarvert ungt tónskáld, hana Sól Ey. Flytjendur klæðast hljóðfæri sem breytir hreyfingum þeirra í tónlist. – https://www.listahatid.is/vidburdir/materize

 

Klassísk tónlist

Hin mikilfenglega sinfónía nr. 3 eftir Mahler mun hljóma í Hörpu í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, þriggja kóra og einsöngvarans Christina Bock undir stjórn Eva Ollikainen: https://www.listahatid.is/vidburdir/mahler

 

Sópransöngkonan Lise Davidsen – sem New York Times kallaði „rödd aldarinnar“ – kemur fram á opnunardegi Listahátíðar í Reykjavík þann 1. júní. – https://www.listahatid.is/vidburdir/lise-davidsen

  

Í Klúbbi Listahátíðar:

Í Klúbbi Listahátíðar í Iðnó er allt ókeypis. Þar fer fram spennandi og fjölbreytt dagskrá alla daga hátíðarinnar. Til dæmis tekur Vökufélagið yfir dagskrá Klúbbsins 2. júní, Korda Samfónía stendur fyrir smiðju um sköpunarferlið, Ingibjörg Turchi ásamt hljómsveit og Djasskrakkar koma einnig fram.

 

Annað áhugavert:

Listasafn Reykjavíkur heldur fyrstu einkasýningu listamannsins Jónsa í Evrópu, Flóð, en alltumlykjandi tónlistarinnsetningar hans munu opna gestum nýja heima allt frá fyrsta degi hátíðarinnar. – https://www.listahatid.is/vidburdir/flod