Félagsfundur FÍH 11.2. 2017 fundarboð

fih-merki 

6.2.2017

Ágæti félagsmaður

 

Stjórn FÍH boðar hér með til félagsfundar laugardaginn 11.febrúar  nk. kl. 11:00 í sal félagsins að Rauðagerði 27

 

Fundarefni:

  • Tímabundnar ráðningar hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands og lausavinna hjá sömu stofnun
  • Samningur um lausavinnu rennur út 1.apríl 2017.

 

Nánar: 

Þessa dagana fer fram vinna hjá Sinfóníuhljómsveitinni við endurskoðun ráðningareglna hljómsveitarinnar og koma margir að því verki. 

Á stéttarfélagið að eiga aðkomu að þeirri vinnu eða er hlutverk þess einungis að fylgjast með að allt fari rétt fram og í samræmi við reglur?

Eru ráðningareglur hljómsveitarinnar í samræmi við lög?

Hver semur þær?

Hvaða hagsmunir ráða ferð?

Hverju getum við breytt?

Hvernig getur stéttarfélagið beitt sér til framtíðar til þess að tryggja félagsmönnum sínum forgang til starfa?

 

 Við hvetjum alla sem hafa áhuga á málefninu að mæta og koma sínum sjónarmiðum á framfæri.

 

 

Boðið verður upp á veitingar.

 

Með bestu kveðju

Stjórn FÍH