Félagsfundur FÍH 25.2. 2017 – fundarboð

Ágæti félagsmaður

 

Stjórn FÍH boðar hér með til félagsfundar laugardaginn 25.febrúar  nk. kl. 11:00 – 13:00  í sal félagsins að Rauðagerði 27

Fundarefni:

 • 11:00-11:15
  • Guðrún S. Birgisdóttir flautuleikari kynnir mastersritgerð sína um viðhorf níu hljóðfæraleikara til menntunar sinnar og starfa
 • 11:15-12:45
  • Arna Kristín Einarsdóttir framkvæmdastjóri SÍ

Ráðningar og ráðningarreglur hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands og lausavinna hjá sömu stofnun

 • 12:45-13:00
 • Lausavinna hjá SÍ.  Samningur rennur út 1.apríl 2017.
 • 13:00  Boðið verður upp á fiskisúpu að hætti hússins

 

Nánar: 

Þessa dagana fer fram vinna hjá Sinfóníuhljómsveitinni við endurskoðun ráðningareglna hljómsveitarinnar og koma margir að því verki. 

 • Á stéttarfélagið að eiga aðkomu að þeirri vinnu eða er hlutverk þess einungis að fylgjast með að allt fari rétt fram og í samræmi við reglur?
 • Eru ráðningareglur hljómsveitarinnar í samræmi við lög?
 • Hver semur þær?
 • Hvaða hagsmunir ráða ferð?
 • Hverju getum við breytt?
 • Hvernig getur stéttarfélagið beitt sér til framtíðar til þess að tryggja félagsmönnum sínum forgang til starfa?

 

Við hvetjum alla sem hafa áhuga á málefninu að mæta og koma sínum sjónarmiðum á framfæri.

 

 

Með bestu kveðju

Stjórn FÍH