Nýr fundartími félagsfundar FÍH 25. febrúar kl. 11:00 – 13:00

Ágæti félagsmaður

Það hefur komið í ljós að sá tími sem auglýstur var vegna félagsfundar FÍH laugardaginn 11.febrúar er mjög óheppilegur fyrir marga og dagurinn ásetinn margra hluta vegna.  Við höfum því ákveðið að afboða fundinn nk. laugardag og flytja hann fram um tvær vikur eða á laugardaginn 25.febrúar kl.11:00.  Það er von okkar að fleiri geti komið þennan dag en mikill áhugi virðist vera meðal félagsmanna um málefnið.  Um leið og við biðjumst velvirðingar á þessum breytingum þá hvetjum við alla sem hafa áhuga á málefninu að mæta.

Fundarefni:

Tímabundnar ráðningar hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands og lausavinna hjá sömu stofnun.

Samningur um lausavinnu rennur út 1. apríl 2017.

 

Með kveðju

Björn Th. Árnason formaður FÍH