Félagsfundur FÍH 8.apríl – fundarboð

 

 

Ágæti félagsmaður

 

Stjórn FÍH boðar hér með til félagsfundar laugardaginn 8.apríl  nk. kl. 11:00 – 13:00  í sal félagsins að Rauðagerði 27

Fundarefni:

 • 11:00-12:00
 • Áframhaldandi umræða um ráðningareglur Sinfóníuhljómsveitar Íslands
 • 12:00-12:30

Hádegishlé. Boðið upp á veitingar

 • 12:30-14:00

Lausavinna hjá SÍ.  Samningur útrunninn.

 

Nánar: 

Nú liggja fyrir drög að ráðningareglum Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem hafa verið í endurskoðun hjá hljómsveitinni og hafa margir komið að því verki.  Ráðningareglur SÍ hafa oft verið til umræðu og eru margar skoðanir á því hvernig skal að ráðningu hljóðfæraleikara staðið. Það má spyrja eftirfarandi spurninga:

 • Á stéttarfélagið að eiga aðkomu að þeirri vinnu eða er hlutverk þess einungis að fylgjast með að allt fari rétt fram og í samræmi við reglur?
 • Eru ráðningareglur hljómsveitarinnar í samræmi við lög?
 • Hvaða hagsmunir ráða ferð?
 • Geta þeir sem standa fyrir utan hljómsveitina haft áhrif á reglurnar eða koma þeim þær nokkuð við?
 • Á stéttarfélagið að beita sér til framtíðar til þess að tryggja félagsmönnum sínum forgang til starfa og þá hvernig?

 

Lausavinnusamningur FÍH við SÍ

 • Er hann ásættanlegur
 • Er samningurinn að endurspegla þær kröfur sem gerðar eru til þeirra sem vinna á samningnum?

 

 Við hvetjum alla sem hafa áhuga á málefninu að mæta og koma sínum sjónarmiðum á framfæri.

 

Með bestu kveðju

Stjórn FÍH

fih-merki