Fundargerð aðalfundar FÍH 2016
Fundargerð aðalfundar FÍH 2016
Aðalfundur FÍH 7.5. 2016
Fundargerð
Mætt: Björn Th. Árnason, Gunnar Hrafnsson, Margrét Þorsteinsdóttir, Róbert Þórhallsson og frá KPMG: Hrafnhildur Helgadóttir ásamt 22 félagsmönnum.
Fundarstjóri : Ásgeir H. Steingrímsson
Björn setti fundinn, sem er 84. aðalfundur FÍH. Kynnti síðan fundarstjóra, Ásgeir H. Steingrímsson.
Ásgeir kynnti svo dagskrá fundarins og kynnti svo Björn með skýrslu formanns. Björn byrjaði á að minnast látinna félagsmanna FÍH og fundagestir risu úr sætum.
Björn gerði síðan grein fyrir starfsemi félagsins á liðnu starfsári. Kjarasamningar tóku mikinn tíma og eru nú í höfn, núna síðast kjarasamningur organista. Nú ætti að vera rólegt framundan í samningamálum. Verkfall félagsmanna í BHM kostaði á níundu milljón og tók á félagið. Niðurstaða gerðardóms var þolanleg og skilaði SÍ um 20% hækkun til rúmlega 2ja ára.
Kennarar voru endalaust látnir bíða og þann 16.2. 2016 var kjarasamningurinn loksins undirritaður en ekki hefur enn verið samið fyrir FT.
Samið var við Þjóðleikhúsið og Borgarleikhúsið sem eru með svipaða samninga. Íslenskra óperan tekur mið af Þjóðleikhússamningnum.
Organistar sömdu loks 25. apríl 2016 um samtals 26% hækkun (Salek) í samningi sem nær til des. 2018.
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands á eftir að semja.
Það er öflugt fólk í samninganefndunum og Björn þakkar þeim vel unnin störf.
Á BÍL fundi fyrir tveimur vikum tilkynnti Mennta- og menningarmálaráðherra um stofnun nýs framhaldsskóla í tónlist. Skólinn á að fara í útboð og verður bæði fyrir klassík og hryntónlist.
Björn sagði æfingarhúsnæðið í FÍH vera fullnýtt. Ný heimasíða komin í loftið sem sé stílhrein og aðgengileg. Tveir auglýsendur á síðunni leggja peninga í þetta.
FIM þing, alþjóðleg ráðstefna tónlistarmanna verður haldin 6. – 9. júní n.k. í Hörpu. Boðið verður uppá kynningu á íslenskri tónlist, mat og gullna hringinn svo eitthvað sé nefnt. Um 100 gestir sækja ráðstefnuna frá öllum heimshornum. Styrkur kemur frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Norrænu kollegunum. Velvilji einnig frá Hörpu sem veita afslátt af sölum.
Sjúkra- , Styrktar- og orlofssjóður eru komnir yfir til BHM.
Starfsmenntunarsjóðurinn er nú eingöngu fyrir FÍH félaga en sameiginlega sjóðnum var skipt til helminga við FT þegar hann var leystur upp.
FÍH er aðili að Reykjavík Loftbrú og Íston og stofnaði það á sínum tíma. Íston er að verða hálfgerð „stofnun“ en á að endurspegla tónlistarlífið í landinu.
Björn nefndi nýstofnaðan Hljóðritunarsjóð sem á að breyta umhverfi útgáfu tónlistar en geisladiskar eru nú að detta uppfyrir.
Búið er að opna Hljóðver FÍH aftur og verðið á því er pr. klst. kr. 3.500,-. Kristinn Evertsson verður tæknimaður í Hljóðveri FÍH.
Nú voru reikningar félagsins bornir upp af Hrafnhildi Helgadóttur hjá KPMG. Tap á árinu 2015 var tæpar 18 milljónir.
Fundargestum var síðan boðið að koma með athugasemdir.
Björn skýrði tapið á skólanum og hvað sé til ráða. Munum hitta borgarstjóra á fimmtudag og fara í gegnum stöðuna. Hann mun einnig hitta nemendur skólans. Reykjavíkurborg neitar að greiða fyrir framhaldsnemendur á hljóðfæri og mið- og framhaldsnám í söng vegna þess að ríkið sé farið að greiða með framhaldsnemendum. Ríkið ákvað að taka ábyrgð á 4. hæfnisþrepi en FÍH fékk ekkert af þessum peningum því þetta þrep er ekki í FÍH skólanum. Borgin vill greiða 11 milljónir sem er þá í leiðinni skuldarviðurkenning vegna „vankennslu“, að kennt hafi verið of lítið grunn- og miðnám en of mikið á framhaldsstigi.
Skýringin á tapi félagssjóðs er aðallega verkfallssjóður BHM sem var félaginu þungur baggi. Gera þarf ráðstafanir vegna stöðunnar. Minnka starfshlutfall starfsmanna ? Stytta opnunartíma félagsins ?
TFÍH er mikill styrkur fyrir FÍH en skólinn og félagið eru á sitthvorri kennitölunni þannig að annað hefur ekki áhrif á hitt.
Reikningar félagsins og skýrsla formanns voru samþykkt samhljóða af aðalfundinum.
Stjórnarkjör:
Daníel Bjarnason gefur ekki kost á sér áfram í stjórn FÍH.
Björn ætlaði að hætta sem formaður FÍH og tilkynnti það á aðalfundi FÍH fyrir tveimur árum. Það hefur enginn boðið sig fram til formanns og er hann því tilbúinn að vera áfram næstu tvö árin og vinna áfram að hagsmunum tónlistarmanna í starfi sem hann lýsir sem lifandi og skemmtilegu. Hann gaf því kost á sér áfram og er sjálfkjörinn og fundarmenn klöppuðu fyrir því.
Þrjú eru í framboði um meðstjórnanda í aðalstjórn FÍH í stað Daníels Bjarnasonar : Greta Salóme Stefánsdóttir, Margrét Eir Hönnudóttir og Kári Allansson. Leynileg kosning fór fram og atkvæði fóru þannig: Kári 16 atkvæði, Greta Salóme 6 atkvæði, Margrét Eir 6 atkvæði og auðir seðlar 2. Kári Allansson var því kosinn í stjórn FÍH.
Varastjórn FÍH: sjálfkjörin eru Greta Salóme Stefánsdóttir og Jóhann Hjörleifsson
Félagslegir endurskoðendur eru: Anna Guðný Guðmundsdóttir (í stað Hrafns Pálssonar) og Rúnar Vilbergsson.
Samþykktir og ályktanir:
Stjórnarlaun hækki um 7,5% – Samþykkt samhljóða
Breytingar á A,B,C og D félagsgjöldum – Samþykkt samhljóða
A og B gjaldið = A gjald kr. 4.500,-
C gjaldið = B gjald kr. 2.500,-
D gjaldið = C gjald kr. 1.500,-
Leiga á Ökrum, orlofshúsi FÍH í Borgarbyggð:
verði kr. 40.000,- á viku í stað 35.000,-
Samþykkt samhljóða
Skuldir félagsjóðs við Sjúkarsjóð, 5 milljónir og Orlofssjóð 7,9 milljónir verði felldar niður.
Samþykkt samhljóða.
Aðalfundur FÍH leggur til að skuld Tónlistarskóla FÍH við Sjúkrasjóð FÍH að upphæð 3.094.976 verði felld niður og eignarhlutur sjóðsins í húseignum Menningarsjóðsins færður yfir til Menningarsjóðs félagsins.
Samþykkt samhljóða.
Vinnudeilu- og tryggingarsjóði verði lokað og peningarnir greiddir til félagsmanna í þessum séreignarsjóði.
Samþykkt samhljóða
Heimild til að lækka húsaleigu skólans tímabundið , ef þarf. Er nú 7,6 milljónir árlega til Menningarsjóðs.
Samþykkt samhljóða
Leyfi FÍH og TFÍH til að undirbúa og standa í útboði á nýjum framhaldsskóla í tónlist. Menntamálaráðherra er að klára útboðsgögn vegna nýja skólans. Þessi skóli verður hrein og bein viðbót við tónlistarskólana í landinu.
Umræður urðu um nýja skólann: Hlín Pétursdóttir sagði þetta hagsmuni nemenda og gott mál. Hafdís Pálsdóttir spurði hvað yrði um TFÍH og Björn sagði að beðið væri svara Menntamálaráðherra með það. Þóra Björnsdóttir talaði um fákeppni ?, 200 nemendur, margar greinar, mörg hljóðfæri. Örvar Már Kristinsson lýsti áhyggjum yfir að menntamálaráðuneytið væri að færa nám niður. Verið að loka á framhaldsnám fyrir eldri nemendur. Síðan spurði hann hvort TFÍH ætti fulltrúa í nefnd um nýja skólann. Gunnar Hrafnsson svarað því til að þar væru eingöngu embættismenn, ekki aðrir.
Ákveðið var að hafa fund með félagsmönnum þegar meiri upplýsingar liggi fyrir.
Leyfi til að undirbúa og standa í útboði á nýjum framhaldsskóla í tónlist var samþykkt samhljóða.
Önnur Mál:
Hlín Pétursdóttir formaður FÍT tók nú til máls vegna tónleikaraðar næsta haust. Íslenskir tónlistarmenn erlendis koma heim og halda tónleika. Opin tónleikaröð, klassísk og hryntónlist. Fá fólk í félögin. Tækifæri fyrir þau að halda tónleika og fá vel greitt fyrir. Hlín bað fundarmenn að líta í kringum sig. Hár skali og faglegur. Fjármögnun óvís. Tónlistarmenn útskrifaðir s.l. 3 ár, yfirskrift tónleikanna verður „Velkomin heim“.
Matthías Hemstock spurði hvort fólk mætti taka með sér samnemendur að utan: Hlín svaraði að það væri ekki meitlað í stein. Reglur væru ekki endanlega komnar.
Hlé
Skipan fulltrúa FÍH í Listamannalaun tónlistarmanna:
Aðalmenn: Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir og Einar Jónsson
Varamenn: Freyja Gunnlaugsdóttir og Edda Borg Ólafsdóttir
Samþykkt samhljóða.
Menningarsjóður FÍH. Róbert kynnti vinnureglur Menningarsjóðs FÍH fyrir hönd stjórnar stjóðsins. Viðbætur við reglur sem hafa verið. Umsóknir þurfa að vera ítarlegar og með tímaramma. Tónleikastyrkir eru kr. 250.000,- og ef þeir eru viðamiklir kr. 500.000,- og styrkir til tónlistarhátíða eru veittir að hámarki í 3 ár í röð. Upptökustyrkir metnir hverju sinni.
Ferðastyrkir eru veittir að hámarki 3 ár í röð:
Til Evrópu kr. 45.000,-
Til Ameríku kr. 65.000,-
Hópar kr. 250.000,-
Úthlutað var úr Menningarstjóði FÍH kr. 7.6 milljónum árið 2015 og er úthlutað úr sjóðnum fjórum sinnum á ári. SFH sér um einstaklingsúthlutunina.
Samþykkt samhljóða.
Björn þakkaði traustið sem honum hefur verið sýnt. Sagði það ekki einfalt að reka svona félag en félagið heldur utan um alla samninga fyrir félagsmenn. Hann vill samheldni meðal félagsmanna í félagi sem hefur starfað í 84 ár en ekki flokkadrætti í stærstu samtökum listamanna í landinu.
Fleira ekki rætt.
Fundi slitið.
Fundarritari: Björg Óskarsdóttir