Carl Möller er látinn

Carl Möller, djasspí­an­isti og tón­mennta­kenn­ari, lést aðfaranótt sunnu­dags eft­ir bar­áttu við krabba­mein. Carl fædd­ist í Reykja­vík árið 1942 og ólst þar upp.

Hann hóf sjö ára að læra á pí­anó hjá Sig­ur­sveini Krist­ins­syni sem síðar stofnaði Tón­skóla Sig­ur­sveins. Tón­list­in átti hug hans alla tíð en hann lék lengi með Hljóm­sveit Hauks Mort­hens og Sex­t­ett Ólafs Gauks. Þá til­heyrði hann hópn­um sem hélt uppi Sum­argleðinni um allt land um ára­bil.

Carl var í hópi þekkt­ustu djasspí­anó­leik­ara þjóðar­inn­ar. Árið 1978 hóf hann nám í tón­mennta­kenn­ara­deild Tón­list­ar­skól­ans í Reykja­vík og lauk tón­mennta­kenn­ara­prófi fimm árum síðar. Hann stundaði tón­list­ar­kennslu við Tón­list­ar­skóla FÍH og Tón­list­ar­skóla Hafn­ar­fjarðar auk þess sem hann var um skeið org­an­isti Frí­kirkj­unn­ar í Reykja­vík.

For­eldr­ar Carls voru Tage Möller, kaupmaður og tón­list­armaður, og Mar­grét Jóns­dótt­ir Möller hús­móðir. Bróðir Carls er Jón Friðrik Möller tón­list­armaður, og hálf­bróðir hans Birg­ir Möller hag­fræðing­ur og for­seta­rit­ari, en hann lést árið 2012. Carl læt­ur eft­ir sig eig­in­konu, Ólöfu Krist­ínu Magnús­dótt­ur, og fóst­ur­dótt­ur, Hrafn­hildi Jónu Þóris­dótt­ur.