Spuni og skapandi kórstjórn

Langar þig að prófa eitthvað nýtt með kórnum þínum? Blása nýju lífi í æfingar? Rækta sjálfa/n þig sem stjórnanda og þær hugmyndir sem þú býrð yfir. Nýta sköpun og spuna til þess kafa dýpra í kór repertoirið og auka sjálfstraust kórmeðlima?

 

Sigrún Sævarsdóttir-Griffiths mun halda tveggja daga helgarnámskeið tileinkað kórstjórum, þar sem hún mun leiða þátttakendur í gegnum ýmis ferli sem munu opna flóðgáttir nýrra hugmynda í kórstjórnun.

 

Námskeiðið er samsett af praktískum æfingum og tilraunum sem hópurinn mun vinna saman í heild, auk verkefna sem unnin verða í smærri hópum. Einnig verður góður tími til þess að tala saman og bera saman bækur, glósa og almennt kynnast öðrum stjórnendum og þeirra nálgun við sitt starf.

 

Námskeiðið henntar öllum kórstjórum, jafnt þeim sem vinna með börnum, ungu fólki, áhugamannakórum, kirkjukórum o.s.frv.

 

Námskeiðsgjaldið eru 37.000.-kr og hægt er að sækja um endurgreiðslu hjá viðeigandi stéttarfélögum.

 

Skráning fer fram á sigrunsae@yahoo.co.uk

 

Sigrún Sævarsdóttir-Griffiths hefur undanfarin 20 ár stýrt skapandi tónlistarverkefnum við flestar þær samfélagslegu aðstæður sem fyrir finnast í okkar vestræna samfélagi, jafnt með börnum sem fullorðnu fólki, í almennum skólum, sérskólum, fangelsum, spítölum, geðdeildum o.s.frv. Söngur skipar ávallt mikilvægan þátt í hennar starfi og er starf með kórum og stórum hópum fólks sem kemur saman í fjölradda söng nokkuð sem henni stendur ákaflega nærri.

 

Undanfarin 10 ár hefur Sigrún stýrt mastersdeild í Skapandi tónlistarmiðlun við Guildhall School of Music and Drama sem ber nafnið Masters in Leadership.

 

Á ferli sínum hefur hún miðlað af reynslu sinni í stjórnun skapandi tónlistarverkefna til starfandi tónlistarfólks og nemenda á háskólastigi víðsvegar um Evrópu og Asíu.

 

Sigrún stjórnar hljómsveitinni the Messengers sem er skipuð nemendum frá Guildhall School ásamt skjólstæðingum St Mungos Homeless Charity í London.

 

Sigrún trúir staðfastlega að tækifæri til tónlistariðkunnar og aðgang að listum séu sjálfsögð mannréttindi, og að listastarf sé það afl sem geri samfélögum kleift að koma saman, auka skilning, jákvæðni og samkennd og sú leið sem geri mannkyninu kleift að yfirstíga öll þau samfélagslegu mein sem hrjári okkar nútímasamfélag.