Til kennara og organista í FÍH / Starfsmenntunarsjóður FÍH

Til kennara og organista í FÍH

Starfsmenntunarsjóður FÍH óskar eftir umsóknum í C-deild sjóðsins vegna námsefnisgerðar, rannsóknar- og þróunarverkefna.  Umsóknir skulu hafa borist fyrir 1. desember. Þeir sem sækja um styrk úr sjóðnum skulu senda stjórn sjóðsins umsókn í gegn um umsóknarvef á heimasíðu FÍH, sem finna má á slóðinni: http://viska.is/stms.  Með umsókn í C- deild sjóðsins skulu fylgja eftirfarandi upplýsingar:

 1. Almennar upplýsingar um umsækjanda.

 

 1. Nöfn annarra þátt­takenda og samstarfsaðila, ef einhverjir eru.

 

 1. Upplýsingar um menntun og fræðilegan bakgrunn umsækjanda.

 

 1. Upplýsingar um fyrri verk á sviði námsefnisgerðar, rannsóknar- og þróunarverkefna.

 

 1. Greinargóð lýsing á verkefninu, markmiðum þess og þýðingu.

 

 1. Upplýsingar um gildi verkefnis. Er t.d. þörf fyrir verkefnið og bætir það einhverju við það efni sem þegar er á boðstólum.

 

 1. Lýsing á þeirri aðferðafræði/hugmyndafræði  sem liggur að baki verkefninu.

 

 1. Tímasett verkáætlun.

 

 1. Greinargóðar upplýsingar um áætlaðan kostnað við verkefnið.

 

 1. Upplýsingar um hvort sótt hafi verið um aðra styrki til sama verkefnis.

 

 1. Með umsókn skulu fylgja drög að verkefninu/námsefninu. Drögin skulu sýna  helstu efnistök og sýna fram á að fagmennska einkenni verkefnið.

 

Senda skal umsóknir rafrænt til sjóðsstjórnar á slóðinni: http://viska.is/stms 

Öllum umsóknum verður svarað fyrir 1. febrúar 2018.

Önnur fylgigögn skal póstsenda á:

Starfsmenntunarsjóður FÍH
Rauðagerði 27
108 Reykjavík