Tónleikar í Björtuloftum 26. nóvember kl. 20
Beint heim
Sunndaginn 26. nóvember kl. 20.00 verða haldnir jazztónleikar í tónleikaröðinni Velkomin heim í Hörpu. Marína Ósk Þórólfsdóttir söngkona og Mikael Máni Ásmundsson gítarleikari mynda saman dúettinn Marína og Mikael en samstarf þeirra hófst þegar þau stunduðu nám við Conservatorium í Amsterdam og hafa þau leikið saman í rúm þrjú ár. Á efnisskránni eru lög af nýútkomnum diski þeirra, ,,Beint heim”, ásamt nokkrum af þeirra eftirlætis jazz- og dægurlögum. Útsetningar og spilamennska Mikaels Mána nýta áferð og blæbrigði akústíska gítarsins til fulls og Marína Ósk semur hnyttna íslenska texta við lögin og sveipar þá kristaltærum hljómi.
Aðgangur er ókeypis
Tónleikarnir eru í tónleikaröðinni “Velkomin heim” sem er samstarfsverkefni FÍH og FÍT.