Samkeppni um kórlag
Samkeppni um kórlag í tilefni aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands
Afmælisnefnd í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Íslands efnir til samkeppni um nýtt kórlag sem frumflutt verður 1. desember 2018 á hátíðadagskrá í Hörpu.
Kórlagið skal samanstanda af frumsömdu og óbirtu ljóði og lagi fyrir blandaðan kór. Verkið skal hæfa tilefninu og henta vel til söngs.
Verðlaunafé er kr. 1.000.000 sem skiptist til helminga milli tónskálds og ljóðskálds.
Kórlaginu (í raddsetningu fyrir blandaðan kór án undirleiks) skal skila á skrifstofu afmælisnefndar Kirkjustræti 8 fyrir kl. 16, 20. júlí 2018 merkt „Samkeppni um kórlag“. Verk sem berast eftir auglýstan skilafrest verða ekki gjaldgeng í samkeppnina. Þegar úrslit liggja fyrir verður tónskáldinu falið að útsetja lag sitt fyrir blandaðan kór og sinfóníuhljómsveit og verður greitt sérstaklega fyrir þá útsetningu lagsins.
Tillagan skal merkt dulnefni og skulu nöfn höfunda fylgja í lokuðu umslagi merktu dulefninu.
Dómnefnd skipa fulltrúar Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem fer með formennsku í dómnefndinni, Tónskáldafélags Íslands, Rithöfundasambands Íslands, Félags tónskálda og textahöfunda, Félags íslenskra hljómlistarmanna og Ríkisútvarpsins, auk fulltrúa afmælisnefndar.
Nánari upplýsingar og samkeppnisreglur er að finna hér.