Tónaland Landsbyggðar-tónleikar 2019

 

 

Auglýst er eftir umsóknum um styrki til Tónalands-Landsbyggðartónleika 2019.

Verkefnið Tónaland er á vegum Félags íslenskra tónlistarmanna – klassískrar deildar FÍH í samvinnu við FÍH. Verkefnið er styrkt af Tónlistarsjóði og FÍH.

Samkvæmt markmiðum verkefnisins er óskað eftir:

efnisskrá með sígildri tónlist eða djasstónlist

Æskilegt er að flytjendur gefi kost á samstarfi við tónlistarskóla á tónleikastað, sé þess óskað, t.d. með námskeiðahaldi eða samleik með tónlistarnemum á tónleikunum.

Hver styrkur er ætlaður til þriggja tónleika í samstarfi við tónleikahaldara á landsbyggðinni. Þóknun skiptist á milli félagsins og tónleikahaldara. Ferðakostnaður og uppihald greiðist af tónleikahaldara. Verkefnisstjóri annast skipulagningu og samskipti við samstarfsaðila. Styrkurinn gildir frá 1. janúar 2019 til 31. desember 2019.

Þóknun fyrir eina tónleika hækkar frá fyrri árum og er nú:

 • 100.000 kr. fyrir einleikstónleika
 • 140.000 kr. fyrir dúótónleika
 • 150.000 kr. fyrir tríótónleika
 • 170.000 kr. fyrir kvartetttónleika
 • 190.000 kr. fyrir kvintetttónleika
 • Þóknun til stærri hópa er 40 þúsund kr. á mann fyrir eina tónleika

 

Í umsókninni skal koma fram:

 • Nafn umsækjanda (sem jafnframt er ábyrgðarmaður umsóknar) og annarra þátttakenda, ef við á. Auk þess skal nefna hljóðfæri hvers þátttakanda.
 • Félagsaðild (FÍT og/eða FÍH) allra þátttakenda. Vinsamlegast athugið að umsóknin er aðeins tekin til umfjöllunar ef allir þátttakendur eru félagar í öðru hvoru félaginu, eða báðum, og skuldlausir við sitt félag. Athugið að miðað er við A-deild FÍH.
 • Stutt æviágrip þátttakenda
 • Efnisskrá (þarf ekki að vera fullmótuð)
 • Stutt lýsing á efnisskránni
 • Góð, nýleg ljósmynd af öllum þátttakendum, helst saman á einni mynd með hljóðfæri en annars í sitt hvoru lagi. Mynd skal ekki líma í umsókn heldur senda sem sérstakt skjal.
 • Heimilisfang, netfang, vefsíða (ef við á) og símanúmer umsækjanda, sem jafnframt er ábyrgðarmaður umsóknar.
 • Þá skal þess getið hvort umsækjandi hefur áður hlotið styrk úr sjóði Landsbyggðartónleika.
 • Vinsamlegast tilgreinið (ef mögulegt er) hvort tónleikahald er í boði allt tímabilið frá 1. jan. 2019 til 31. des. 2019 eða aðeins hluta þess tíma.

 

Umsóknum skal skilað bæði á pdf formi og opnu skjali.

Umsokn_Tonaland_2019

 

Umsókn er þá aðeins tekin til umfjöllunar að umsækjandi og allir þátttakendur séu félagar annað hvort í FÍT – klassískri deild FÍH eða fullgildir félagar FÍH (A deild). Jafnframt er skilvís greiðsla félagsgjalda skilyrði.

Umsóknareyðublað má nálgast hér í viðhengi.

Taka skal fram að vönduð umsókn eykur líkur á úthlutun.

Umsóknarfrestur vegna „Tónalands” árið 2019 er til miðnættis sunnudaginn 13. maí 2018

Umsóknir skulu sendar í tölvupósti í netfangið fiston@fih.is. Móttaka umsókna verður staðfest.

Verkefnisstjóri veitir nánari upplýsingar og svarar spurningum.

 

f.h.

Félags íslenskra tónlistarmanna – klassískrar deildar FÍH & FÍH

Ása Fanney Gestsdóttir

asafanney@gmail.com / gsm 6974506

verkefnisstjóri