DÓMNEFND ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNANNA
Stjórn Íslensku tónlistarverðlaunanna ásamt SAMTÓN (sem er bakhjarl Íslensku tónlistarverðlaunanna) leita til félagsmanna aðildarfélaga SAMTÓNs og aðila sem tengdir eru íslensku tónlistarlífi með það í huga að gefa þeim kost á að bjóða sig fram til starfa sem fulltrúar í dómnefndum vegna tónlistarársins 2018.
Leit stendur yfir að opnum eyrum í dómnefnd sem fjallar um Popp, rokk, raf og rapp.
Æskilegt er að þeir einstaklingar sem sitja í dómnefndum hafi umtalsverða þekkingu á viðkomandi sviði og þeir komi að hluta til úr röðum höfunda, flytjenda og framleiðenda eða hafi fjallað um tónlist í fjölmiðlum. Sérstaklega er leitað eftir tónlistaráhugafólki á sviði hiphops og raftónlistar en öll víðtæk þekking er líka af hinu góða.
Við skipun dómnefnda er tekið tillit til aldursdreifingar og jafnrar stöðu karla og kvenna. Enginn einstaklingur í dómnefnd má vera viðriðinn útgáfu nokkurra þeirra hljóðrita sem tilnefnd verða fyrir tónlistarárið 2018. Dómarar eru skipaðir til tveggja ára í senn.
Stjórn Íslensku tónlistarverðlaunanna mun fara yfir umsóknir og velja fulltrúa í dómnefndir fyrir 1. október 2018. Þeir sem hafa hug á því að senda inn umsókn er vinsamlega bent á að fara inn á slóð þá sem tilgreind er hér á eftir og að fylla út umsóknareyðublaðið.
https://goo.gl/forms/1yVUqdQjhyTY2fxG3
Bestu kveðjur
Stjórn íslensku tónlistarverðlaunanna
https://www.facebook.com/islenskutonlistarverdlaunin/