Íslensku tónlistarverðlaunin 2018

Opnað fyrir skráningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2018

 

Gleðilegan dag íslenskrar tónlistar!

 

Framkvæmdastjórn Íslensku tónlistarverðlaunanna vill vekja athygli á því að opnað hefur verið fyrir umsóknir til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2018.

 

Öllu íslensku tónlistarfólki, öllum tónskáldum, útgefendum og öðrum hagsmunaaðilum sem gefið hafa út nýja íslenska tónlist, haldið tónleika eða sent frá sér ný lög, tónverk eða myndbönd árið 2018 er frjálst að senda inn tilnefningar í viðeigandi flokka. Flokkarnir eru þrír:
 
1. Klassík og samtímatónlist. 
2. Djass og blús. 
3. Popp, rokk, rapp, raftónlist, kvikmynda- og leikhústónlist og önnur tónlist.

Verðlaunaflokkum hefur fjölgað síðastliðin tvö ár en bætt hefur verið við rappi og hip-hop, raftónlist, þjóðlagatónlist og kvikmynda- og leikhústónlist. Breytingarnar hafa fallið í góðan jarðveg og gefist vel. Þessir verðlaunaflokkar eru þó háðir þeim afmörkunum að nægilega margar frambærilegar tilnefningar berist í þessa tilteknu flokka. Í ár má finna nokkrar einfaldar breytingar á flokkum auk þess sem ein verðlaun bætast við en veitt verða verðlaun fyrirupptökustjórn og listræna gerð hljóðmyndar á hljóðriti.

Opið verður fyrir tilnefningar til 15. janúar 2019.

  • Veitt eru verðlaun fyrir tímabilið 1. janúar til 31. desember 2018
  • Skilafrestur á innsendingum rennur út á miðnætti 15. janúar 2019
  • Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna verða kynntar um miðjan febrúar 2019
  • Veitt verða 35 verðlaun í alls 3 flokkum
  • Verðlaunahátíðin fer fram í Hörpu miðvikudaginn 13. mars 2019 og verður í beinni útsendingu á RÚV

Á heimasíðu Íslensku tónlistarverðlaunanna, www.iston.is, má finna allar helstu upplýsingar um verðlaunin, reglur, samstarfsaðila, sögu hátíðarinnar, lista yfir verðlaunahafa fyrri ára og einnig þá sem hlotið hafa tilnefningar. Það eru þeir Þormóður Dagsson, Kristinn Evertsson og Steve Anatai sem eiga veg og vanda að glæsilegu útliti og hönnun heimasíðunnar.

 

Til að skrá verk skal fylgja þessum hlekk en hér er um að ræða innsendingarsíðu Íslensku tónlistarverðlaunanna: https://istonumsokn.firebaseapp.com.

 

Nánari upplýsingar er að finna hér í viðhengi.

 

Með kærri kveðju og áfram íslensk tónlist!

 

— 

Jóhann Ágúst Jóhannsson 

Kristján Freyr Halldórsson

Margrét Eir Hönnudóttir

 

Ístón stjórn

iston@iston.is

www.iston.is