Hugsum málið til enda !

Kæru félagsmenn,

 

Við viljum af gefnu tilefni brýna fyrir félagsmönnum að taka ekki að sér verkefni sem eru langt undir töxtum FÍH. Taxtarnir lýsa í raun þeirri lágmarksupphæð sem tónlistarmenn telja sanngjarna fyrir sína vinnu og ef við spilum undir þeim erum við að grafa undan eigin tilverugrundvelli. Allir taxtar eru aðgengilegir á heimasíðu félagsins og starfsfólk FÍH veitir aðstoð og svör varðandi útreikning vinnulauna.

Gunnar Hrafnsson, formaður FÍH.