Sjö námsleiðir á meistara- stigi. Umsóknarfrestur til 15. apríl
Ítarlegur framhaldsnámsbæklingur með
öllum námsleiðum Stjórnmálafræðideildar, lýsingar á einstökum námskeiðum og
yfirliti yfir kennara deildarinnar: https://www.hi.is/sites/default/files/thbg/framhaldsbaekl_2019-20.pdf
Umsóknarfrestir eru 15. apríl fyrir MA og MPA, 5. júní fyrir diplómanám.
Diplómanám fæst metið inn í meistaranám. Þrjár námsleiðir mögulegar í
fjarnámi.
Ekki eru tekin skólagjöld við HÍ, en nemendur greiða s.n. skráningargjald
75.000.- fyrir námsárið.
Umsóknareyðublað og upplýsingar um umsóknarferilinn: http://www.hi.is/adalvefur/umsokn_um_nam
Ágæti viðtakandi.
Við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands stunda nú hátt í 500 manns meistara-
eða diplómanám á sjö mismunandi námsleiðum (sjá þær hér að neðan og
ítarlegar í ofangreindum bæklingi).
Deildin og hennar samstarfsaðilar eru leiðandi hér á landi á öllum þessum
sviðum og hafa á að skipa framúrskarandi kennurum. Inntökuskilyrði
á allar línur eru BA, BS eða BEd próf í einhverri grein. 1. einkunn er
skilyrði inntöku í meistaranám, en nemendur með lægri einkunn fá inngöngu í
Diplómanám sé það í boði á viðkomandi námslínu. Nái þeir 1. einkunn þar geta
þeir sótt um að komast í meistaranámið. Nemendur
geta auk aðalgreinar tekið valfög á öðrum námslínum deildarinnar og þannig
lagað námið að eigin þörfum og áhugasviði.
Endilega hafðu samband við undirritaðar ef þú hefur frekari spurningar eða vilt
ræða um þessa möguleika.
Með okkar bestu kveðjum,
Margrét S. Björnsdóttir, msb@hi.is sími
525-4254, 8677817
Elva Ellertsdóttir, elva@hi.is sími
525-4573
Margrét Þóra Einarsdóttir, margretthora@hi.is
sími 525-5445
1. Opinber stjórnsýsla, meistara- og diplómanám, einnig í boði í fjarnámi:
Stjórnmálafræðideild HÍ er leiðandi í námi og rannsóknum á sviði opinberrar
stjórnsýslu. Vorið 2017 var gerð könnun
meðal allra sem lokið höfðu náminu og töldu lang flestir að námið hefði nýst
þeim vel, bæði í starfi og starfsframa. Námið er skipulagt þannig að fólk geti
tekið það samhliða starfi og þá á lengri tíma og fjölmargir gera það. Í
náminu sitja reyndir stjórnendur hins opinbera á fjölda sviða, bæði ríkis og
sveitarfélaga, ásamt fólki sem nýlega hefur lokið háskólanámi, og njóta hjá
okkur leiðsagnar reyndra kennara og fagmanna. Sú blanda er einn styrkleika
námsins, auk þess sem þeir nemendur sem það kjósa-geta valið um fjórtán mismunandi sérhæfingaleiðir
í náminu. Í boði er einnig sérhæft Diplómanám f. stjórnendur í
heilbrigðisþjónustu (Mótað ma. í samstarfi
við Hjúkrunarfræðideild og Viðskiptadeild HÍ).
Nánari upplýsingar um námið, lýsing á þessum námslínum og námskeiðum eru á bls. 16-25:
https://www.hi.is/sites/default/files/thbg/framhaldsbaekl_2019-20.pdf
2. Alþjóðasamskipti, meistara- og diplómanám-kennt
á ensku: Stjórnmálafræðideild er eina íslenska háskóladeildin sem
býður nám í alþjóðasamskiptum, en umfang alþjóðasamskipta af margvíslegu tagi
og þátttaka Íslands í starfi alþjóðastofnana og -samtaka vex stöðugt og kallar
á starfsfólk með þekkingu á því sviði. Námið mætir þörf fyrirtækja, samtaka og
hins opinbera að þessu leyti og hefur á að skipa framúrskarandi kennurum.
Upplýsingar um námið og lýsingar á námskeiðum má sjá á bls. 5-15: https://www.hi.is/sites/default/files/thbg/framhaldsbaekl_2019-20.pdf
3. Meistara- og diplómanám í fjölmiðla-
og boðskiptafræðum í samstarfi Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri. Hægt að
taka í fjarnámi. Sjá ítarlega lýsingu á náminu og einstökum námskeiðum: https://www.hi.is/sites/default/files/bgk/baeklingur_fbf_blf.pdf
og uppfærðar
námskeiðslýsingar bls. 37-45 https://www.hi.is/sites/default/files/thbg/framhaldsbaekl_2019-20.pdf
Markmið háskólanna er að byggja upp öflugt rannsóknamiðað nám, ekki síst í ljós mikils og vaxandi
mikilvægis og áhrifa fjölmiðla í lífi fólks og samfélaginu í heild. Nám af
þessu tagi hefur notið vaxandi vinsælda víða erlendis og mikil gróska er í
rannsóknum erlendis á þessu sviði. Áhersla er lögð á að skoða íslenska
fjölmiðla og íslenskan veruleika ekki síst í samhengi við það sem gerist annars
staðar.
4. Meistara- og diplómanám í blaða- og
fréttamennsku: Nánari upplýsingar um námið og námskeiðum er á
bls. 47-51:
https://www.hi.is/sites/default/files/thbg/framhaldsbaekl_2019-20.pdf Námið er boðið í samstarfi
við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild
HÍ.
5. Kynjafræði- og hagnýt jafnréttisfræðsla-meistara- og diplómanám, hægt að
taka að verulegu leyti í fjarnámi: Nám í kynjafræði og hagnýtri
jafnréttisfræðslu við Stjórnmálafræðideild skapar fólki óteljandi
starfsmöguleika. Fólk með jafnréttis- og kynjafræðimenntun starfar við kennslu-
og fræðastörf, fjölmiðla- og upplýsingastörf, verkefna- og starfsmannastjórnun hjá
hinu opinbera, og hjá hagsmuna- og frjálsum félagasamtökum. Allar upplýsingar
um námið og lýsingar á námskeiðum eru á bls. 26-29:
https://www.hi.is/sites/default/files/thbg/framhaldsbaekl_2019-20.pdf
6. Meistaranám í vestnorrænum fræðum: Boðið er upp á námið í
samstarfi við Háskólann á Akureyri, Háskólann á Grænlandi, Háskólann í Færeyjum
og Nord háskóla í Noregi og býður hver skóli upp á eigið sérsvið. Sérsvið
Háskóla Íslands kallast Samfélag, náttúra og auðlindir. Náminu er ætlað að
efla þekkingu á norðurslóðum, einkum og sér í lagi á viðfangsefnum sem lúta að
sameiginlegum áskorunum vestnorrænu landanna. Í upphafi námsins taka allir
nemendur sameiginlegt inngangsnámskeið við Háskólann á Akureyri og allir nemar
þurfa einnig að taka að lágmarki eina önn við einhvern samstarfsskólanna, í
öðru landi en heimaskólinn þeirra er í.
Frekari upplýsingar um námið er að finna á: www.westnordicstudies.net og bls. 33-35:https://www.hi.is/sites/default/files/thbg/framhaldsbaekl_2019-20.pdf
7. Diplómanám í smáríkjafræðum-Smáríki í
alþjóðakerfinu-kennt á ensku: Stjórnmálafræðideild HÍ er
einnig leiðandi á sviði kennslu og rannsókna á þessu sviði. Í náminu er
m.a. fjallað um þau tækifæri sem smáríki í alþjóðasamfélaginu standa frammi
fyrir og þá veikleika sem þau þurfa að styrkja. Sérstök áhersla er á að greina
stöðu smáríkja í Evrópusambandinu: Allar upplýsingar um námið og námskeiðin á
bls. 8-15: https://www.hi.is/sites/default/files/thbg/framhaldsbaekl_2019-20.pdf