Umsóknir í tónleikaröðina Sígildir sunnudagar

Harpa auglýsir eftir umsóknum í tónleikaröðina Sígildir sunnudagar 2020 – 2021

Með röðinni gefst áheyrendum kostur á að hlýða á einleiks- og kammertónlist í flutningi frábærra tónlistarmanna. Lögð er áhersla á fjölbreytt úrval tónleika með söng- og hljóðfæratónlist, nýrri og gamalli. Tónleikaröðin fer fram í Norðurljósum og Kaldalóni á sunnudögum kl. 16, hefjast í ágústlok 2020 og standa yfir til maíloka 2021.

Skipulag tónleika er í höndum tónlistarfólksins sjálfs en Harpa veitir röðinni stuðning með afslætti á salarleigu, kynningu og aðstoð við markaðssetningu með það að markmiði að stækka áheyrendahóp sígildra tónleika.

Áhugasamir þátttakendur sendi póst á sigildir@harpa.is þar sem eftirfarandi upplýsingar koma fram:

  1. Heiti tónlistarfólks/tónlistarhóps
  2. Hugmynd eða drög að efnisskrá tónleikanna
  3. Ósk um salarkynni: Norðurljós eða Kaldalón
  4. Óskatímabil tónleika frá ágústlokum 2020 til maíloka 2021

 Umsóknarfrestur er til og með föstudagsins 6. mars 2020.

https://www.harpa.is/frettir/harpa-auglysir-eftir-umsoknum-i-tonleikarodina-sigildir-sunnudagar/