Umsókn um Nordic Jazz Comets 2023
Jazzdeild FÍH og norrænir samstarfsaðilar auglýsa eftir umsóknum frá hljómsveitum til þátttöku í árlegu showcase hátíðinni Nordic Jazz Comets, sem að þessu sinni fer fram í Stokkhólmi og Gävle í Svíþjóð dagana 10.-13.maí 2023.
Nánari upplýsingar um Nordic Jazz Comets hátíðina má nálgast hér: https://www.nordicjazzcomets.com/
Vinsamlegast kynnið ykkur umsóknarkröfurnar vel áður en sótt er um: https://www.nordicjazzcomets.com/apply-for-njc-2023
Umsóknareyðublaðið má svo finna hér: https://form.jotform.com/211303145587047 – umsóknarfrestur rennur út föstudaginn 30.september.
kær kveðja,
F.h. Jazzdeildar FÍH
Sigmar Þór Matthíasson