Menningarsjóður FÍH – 2. úthlutun 2023

 

Við vekjum athygli ykkar á að annar úthlutunarfundur ársins úr Menningarsjóði FÍH verður haldinn 5. júní nk. og að umsóknir þurfa að hafa borist fyrir miðnætti sunnudaginn 4. júní til að umsóknin komi til greina við þá úthlutun.

Rafrænt umsóknareyðublað er að finna undir flipanum „Umsóknir“ —> „Menningarsjóður“.

Þar má einnig lesa úthlutunarreglur sjóðsins og við minnum á að umsóknir koma aðeins til greina ef upplýsingagjöfin er fullnægjandi.

 

Eins og fyrr verður aðeins tilkynnt um niðurstöður styrkveitinga með rafrænum hætti. Ef svör berast ekki til ykkar af afloknum fundi biðjum við ykkur um að láta okkur vita, öll eiga að fá sitt svar! 


Bestu kveðjur,

Úthlutunarnefnd Menningarsjóðs FÍH