Jólaball FÍH

Kæru félagsmenn,

 

Nú hefur ekki verið haldið jólaball fyrir börn félagsmanna síðan 2019. Covid fárið sá um 2020 og 2021 og síðan brann eldhúsið í fyrra og við neyddumst til að aflýsa.

 

Nú er stundin runnin upp og við ætlum að halda jólaball með jólasveini og hljómsveit Eddu Borg þann 14. desember kl 17 í hátíðarsal félagsins í Rauðagerði. Að sjálfsögðu er aðgangur ókeypis, boðnar verða veitingar og jólasveinninn deilir út pokum ef það er einhver töggur í honum.

 

Vinsamlegast tilkynnið í tölvupósti fih@fih.is hvort þið mætið svo við getum undirbúið ballið á sómasamlegan hátt!

 

Starfsfólk FíH