Menningarsjóður FÍH – 4. úthlutun 2023

 

 

 

Kæru félagsmenn,

við vekjum athygli ykkar á að fjórði úthlutunarfundur ársins úr Menningarsjóði FÍH verður haldinn í desember. og að umsóknir þurfa að hafa borist fyrir miðnætti fimmtudaginn 14. desember til að umsóknin komi til greina við þá úthlutun.

Rafrænt umsóknareyðublað er að finna á heimasíðu FÍH undir flipanum „Umsóknir“ —> „Menningarsjóður“.

Þar má einnig lesa úthlutunarreglur sjóðsins og við minnum á að umsóknir koma aðeins til greina við úthlutun ef upplýsingagjöfin er fullnægjandi.

 

Eins og fyrr verður aðeins tilkynnt um niðurstöður styrkveitinga með rafrænum hætti.


Bestu kveðjur,

Úthlutunarnefnd Menningarsjóðs FÍH