Menningarsjóður FÍH – 1. úthlutun 2024

Við vekjum athygli ykkar á að fyrsti úthlutunarfundur ársins úr Menningarsjóði FÍH er haldinn miðvikudaginn 13. mars nk. og að umsóknir þurfa að hafa borist fyrir miðnætti mánudaginn 11. mars til að umsóknin komi til greina við þá úthlutun.

Rafrænt umsóknareyðublað er að finna undir flipanum „Umsóknir“ —> „Menningarsjóður“.

Þar má einnig lesa úthlutunarreglur sjóðsins og við minnum á að umsóknir koma aðeins til greina ef upplýsingagjöfin er fullnægjandi.

 

Tilkynnt verður um niðurstöður styrkveitinga með rafrænum hætti.


Bestu kveðjur,

Úthlutunarnefnd Menningarsjóðs FÍH