Okið undan sjálfum mér – Fyrirlestur Björgvins Franz Gíslasonar – í sal FÍH

FÍH býður félagsmönnum fyrirlestur með Björgvini Franz ykkur að kostnaðarlausu þann14.febrúar nk. kl 20:00 í Hátíðarsal FÍH.

Við vitum áreiðanlega flest hver Björgvin Franz Gíslason er og þekkjum hans glæsta feril sem leikari, uppistandari og söngvari. Færri vita sennilega að Björgvin Franz er líka fyrirlesari á sviði þess sem kalla mætti „lífsleikni“ og hefur miðlað sýn sinni á hvernig bæta má líðan og árangur með skipulagi og hugarfarsbætingu. Skemmst er frá að segja að fyrirlestrar hans eru orðnir mjög vinsælir og fjöldi stofnana og fyrirtækja hafa nýtt sér þjónustu þessa skemmtilega eldhuga. 

Björgvin Franz talar af reynslu því hann „hljóp á vegg“ fyrir mörgum árum og ákvað að gera eitthvað í málinu. Árið 2013 útskrifaðist hann með Mastersgráðu frá University of Minnesota og hefur haldið fyrirlestra byggða á kúrsinum Designing Professional Futures þar sem hann kemur meðal annars inn hvernig hann umbreytti eigin vinnubrjálæði í innri ró og raunverulega starfsánægju. Björgvin Franz segir þessi aðferðafræð líka nýtast þeim mörgu sem þjást af kvíða, vanvirkni og upplifa einkenni streitu eða kulnunar í starfi. 

Við biðjum ykkur um að senda skilaboð á fih@fih.is ef þið viljið koma, svo að við getum undirbúið okkur miðað við fjölda eða merkið við “Going ” hérna á facebookviðburðin.

 

https://fb.me/e/6fCwy2wcr