Anna Guðný Guðmundsdóttir er látin

Hörmulegt var að heyra um ótímabært fráfall Önnu Guðnýjar. Ég var þangað til fyrir fáum árum aðeins málkunnugur henni en kynnin dýpkuðu þegar við áttum samleið í stjórn Menningarsjóðs FíH og stjórn Menntaskóla í tónlist. Öllum voru auðvitað ljósir hinir miklu tónlistarhæfileikar Önnu Guðnýjar og ferill hennar sem listflytjanda var einstakur. Samstarfið við hana leiddi líka fram hvað hún var vinnusöm, skörp, réttsýn, fórnfús og umfram allt skemmtileg og velviljuð. Hennar verður sárt saknað.

Fyrir hönd okkar starfsmanna og félagsmanna FíH þakka ég Önnu Guðnýju góðu gjafirnar á öllum sviðum og votta kærum félaga, Sigurði Ingva og fjölskyldu okkar dýpstu samúð.

Gunnar Hrafnsson, formaður FíH