Flytjendaverðlaun FÍH 2025

Á „Degi íslenskrar tónlistar“, sem haldinn var í Hörpuhorni þ. 1.12. síðastliðinn, úthlutaði Gunnar formaður fyrir hönd stjórnar FÍH „Flytjendaverðlaunum FÍH 2025“. Tilgangur verðlaunanna er að draga athygli að afburðahljóðfæraleik og söng í hvaða stíltegundum tónlistar sem er.

 

Í ár valdi stjórnin að heiðra „Óþekktu hrynsveitina“ þ.e. fulltrúa þess hóps sem leggur grunninn í tónlistarflutningi á fjölbreyttum sviðum s.s. tónleikum, leikhúsum, athöfnum og upptökuverum.

 

Fyrir valinu varð harðsnúinn hópur hljóðfæraleikara í sýningu Borgarleikhússins „Moulin Rogue“. Þær tvær hrynsveitir sem koma þar að hafa vakið athygli fyrir glæsilega frammistöðu sem þykir lyfta sýningunni í hæstu hæðir. Þessir kollegar okkar eru því vel að viðurkenningunni komnir og heita:

 

Píanó/hljómsveitarstjórn: Birgir Þórisson / Vignir Þór Stefánsson. 

Trommur: Ólafur Hólm / Jóhann Hjörleifsson. 

Gítar: Matthías Stefánsson / Gunnar Hilmarsson. 

Gítar/Hljómborð: Helgi Reynir Jónsson / Andrés Þór Gunnlaugsson. 

Bassi: Andri Ólafsson / Róbert Þórhallsson