Kjarasamningur vegna tónlistarkennslu undirritaður.

Smelltu á myndina til að stækka

 

Í gær 16. febrúar var undirritaður kjarasamningur milli FÍH og Sambands íslenskra sveitarfélaga um kaup og kjör tónlistarkennara.  Í framhaldi af undirritun er boðað til félagsfundar í Rauðagerði 27 nk,laugardag kl.11:00 þar sem samningurinn verður kynntur.  Reynt verður að senda fundinn út á netinu.  Kosning um samninginn fer svo fram 22.-23.febrúar og hefst kosning kl. 9:00 á mánudagsmorgun og lýkur á miðnætti á þriðjudegi.   Niðurstaða kosningar verður svo kynnt á heimasíðu FÍH og með rafpósti til félagsmanna fimmtudaginn 25.febrúar.

Fjölmennum á fundinn.

Samninganefnd FÍH

Ps. Myndin er frá undirritun samningsins