Hvenær má skipta um eða segja sig úr stéttarfélagi ?

Til FÍH hafa annað slagið borist fyrirspurnir um hver almennur réttur fólks er til að skrá sig í og úr stéttarfélögum?

Því er til að svara að þegar almennir samningar stéttarfélaga eru lausir eða á samningstímanum er öllum frjálst að skipta um eða segja sig úr stéttarfélögum.

Einungis ef verkfall viðkomandi félaga standa yfir geta menn ekki sagt sig úr þeim.

Svo einfalt er það.