Gunnar Hrafnsson Heiðursfélagi FÍH
Þessi ungi maður er orðinn 60 ára og trúi því hver sem vill. Í tilefni þess að hann hefur náð þessum merka áfanga í lífi sínum og starfað fyrir Félag íslenskra hljómlistarmanna í heil 27 ár ákvað stjórn félagsins að gera hann að heiðursmeðlimi FÍH. Gunnar á miklar þakkir skildar fyrir það að hafa gefið félaginu okkar ómældan tíma og verður það seint fullþakkað. Gunnar er því 12. einstaklingurinn sem kemst í þennan hóp heiðursmeðlima FÍH en þeir eru:
Aage Lorange Árni Scheving Ásgeir H. Steingrímsson Guðmundur Finnbjörnsson Gunnar Egilsson Hafliði Jónsson Ragnar Bjarnason Svavar Gests Sverri Garðarsson Þórarinn Guðmundsson Þórhallur Árnason