Til tónlistarkennara FÍH

Ágætu tónlistarkennarar í röðum FÍH,

Í gær undirritaði FÍH endurskoðaða viðræðuáætlun við Samband íslenskra sveitafélaga. Ljóst er að samningar munu teygjast langt inn á haustið og viðræðuáætlunin gildir til 15. nóvember 2019.

Eins og við önnur félög BHM var samið um innágreiðslu á fyrirhugaðar launabreytingar nýs samnings. Flest BHM félög voru með samninga lausa 1. apríl sl. og fá innágreiðslu 1. ágúst 2019, í okkar tilviki var samningurinn laus 1. júlí og  innágreiðslan er ætluð 1. október. Við skýrum betur frá efnisatriðum samkomulagsins og gangi mála síðar.

Bestu kveðjur,

Starfsfólk FÍH